mánudagur, mars 10, 2003

Ég á mér ekki viðreisnar von. Ég reyndi að búa til nýja bloggsíðu í dag þar sem þessi ágæta síða er í klessu og enginn virðist ráða við hana. Emmi hefur aldrei heyrt um annað eins og aðrir tölvusnillingar hafa ekki gefið sig á tal við mig um þetta mál. Nýja síðantókst þó ekki betur en svo að sama vandamál hrjáir hana og gömlu síðuna svo ég varð að hætta við hana. Hef ég sterkan grun um að skólayfirvöld eða vinnuveitendur mínir séu að reyna að stöðva vaska framgöngu mína í bloggheiminum en mun ég halda ótrauð áfram fram í rauðan dauðann. Það gladdi mig mikið að Hildigunnur sá sér loks fært að skila linkunum mínum og var ég að dunda mér við það að færa þá inn aftur. Það tók reyndar ansi langan tíma þar sem þeir vildu ekki fara á réttan stað en mér tókst það og hana nú!
Helgin var ekki eins og best var á kosið. Ég lá upp í rúmi og horfði á DVD nánast alla helgina en ekkert bólaði á kleinudrengnum með geðfötluðu ömmuna. Ætli maður sé orðin of stór fyrir ævintýrin?
Við vorum rosalega góðar við Hill á afmælisdaginn, þar að segja ég og Inga því hinar stungu af úr bænum. Við fórum heim til Hildigunnar áður en hún kom úr skólanum, þar dreifðum við djúpum sem við keyptum á 99 kr í Súper á gólfið og slóðin lá inn í svefnherbergi. Þar földum við Inga okkur svo undir sæng með stóran og góðan pakka. Kápurnar og skóna okkar földum við svo í herberginu því við erum skynugar stúlkur. Hildí kom svo heim og var ekki lengi að átta sig á þessu, hún reif upp pakkann og var ákaflega sátt við innihaldið. Já Hill hvenær verður mér boðið í party & co? Síðan átum við djúpurnar sem sennilega voru orðnar eitraðar á að liggja á gólfinu hjá stelpunum í næstum hálftíma, mér hefur þó ekki enn orðið meint af. Til að sanna mál mitt hversu óhreint gólfið hjá þeim er má benda á það að ég er enn að reyna að ná rykinu úr kápunni minni og þetta var á föstudaginn!!!
Ég vil endilega að Iva fari að skrifa í gestabókina mína, alltaf gaman að fá fréttir frá Noregi.