Í dag er mikill merkisdagur. Reyndar fannst mér þetta allra merkilegasti dagur ársins þegar ég var lítil, afmælisdagurinn minn. Ég bjóst alltaf við að fólk gæti séð að ég ætti afmæli þegar það liti á mig, svo augljóst var það. Enn þann dag í dag finnst mér þetta merkilegur dagur og núna á ég stórafmæli. Þó er ég búin að fá leið á bröndurum um elli, hrukkur og annað því um líkt sem er búið að rigna yfir mig.
Aðal stuðið var samt um helgina. Það var alveg afskaplega gaman. Fyrst hittumst við stúlkurnar hérna heima og borðuðum þennan fína mat sem afmælisbörnin elduðu. Svo var haldið niður á Amour og þar var mekeð stöð með skemmtilegu fólki, þar var dansað, sungið og farið í leiki. Haukur tók svo myndir af öllu saman, kannski set ég eitthvað af þeim hér síðar. Stelpurnar gáfu óvænta gjöf sem ég ætlaði mér að sleppa að skrifa um sökum tíðra heimsókna ættingja á þessa ágætu síðu. En þá er Hrönn þessi elska búin að kjafta frá í gestabókina svo ég legg til að amma lesi ekki næstu línur. Stúlkurnar höfðu sumsé leigt strippara. Sá ágæti drengur var með mér í grunnskóla og er ekki hærri en svo að hann náði mér og Ingu upp að höku. Sem betur fer fletti drengurinn sig ekki öllum klæðum en við grétum úr hlátri við aðfarir hans við að klæða sig úr fötunum. Æææææ!
Daginn eftir hélt ég svo upp á afmælið fyrir ættingja og var ég búin að sofa í um það bil fjóra tíma. Ég var svo þreytt að ég sofnaði næstum en það var allt í lagi því foreldrar mínir sáu alfarið um þessa veislu.
Ég er búin að fá fullt af gjöfum, sjónvarp, DVD spilara, peninga, skartgripi, blóm og bara alsskonar, það er svoo gaman að eiga afmæli.
Í kvöld ætlum við svo út að borða og í bíó:)
P.S. Allir á leikinn annað kvöld. Áfram Þór!
<< Home