miðvikudagur, mars 12, 2003

Tölvur eru frá helvíti það er ég alveg viss um. Allavega tölvur sem virðast ekki geta gert einföldustu hluti eins og t.d. það sem þeim er skipað. Skólanetið er búið að vera í uppreisn undanfarna daga. Eina góða sem ég sé við það er að þá þurfum við ekki að nota andstyggðar fartölvurnar í stjórnmálafræði.
Dagurinn byrjaði samt mjög vel. Sigrún blessunin er enn veik sem þýðir að fyrsti tíminn hjá mér í dag var klukkan 12:25. Samúð mín með Sigrúnu er gríðarleg og sendi ég henni mínar bestu kveðjur og ráðlegg henni að liggja í rúminu sem lengst svo hún fái góðan bata. Já stundum velti ég því fyrir mér afhverju ég er ekki með geislabaug.
Í fjölmiðlafræði í dag áttum við að byrja á blaðagreinunum okkar, það tókst hinvegar eitthvað illa vegna þess að netið lá niðri. Það fannst Hildigunni reyndar lítið mál þar sem viðfangsefni hennar er Leiðarljós og þar sem hún er forfallin aðdáandi ( sorglegt, ég veit) þá eru allar hennar heimildir í höfðinu á henni.

Gærkvöldið var svei mér ágætt. Ég hélt áfram á djúpu kúrnum sem samnstendur af því að borða að minnsta kosti einn poka af djúpum á dag. Við átum nú víst eitthvað meira nammi líka enda ekki annað hægt þear maður horfir á tvær spólur. Hill var mjög miður sín yfir endinum á annari þeirra og tjáði hún mér að hún myndi gráta sig í svefn. Þar með sannaði hún að hún er mannleg eins og við hin. Ég fór líka í bíó í gær á Chicago sem var allt í lagi en ég varð samt fyrir vonbrigðum. Ég er viss um að leikritið verður miklu betra, ágætis lið að leika þarna já Lílja þú ert best.