miðvikudagur, apríl 02, 2003

Ég hef ekki tjáð mig á síðu þessari í langan tíma. Ástæða: Afspyrnu lélegt heilsufar sem neyddi mig til að liggja í rúminu í heila viku. Það var svo leiðinlegt að ég treysti mér ekki til að blogga. Síðan mín hefði farið á bannlista og hætt við að fólk hefði hreinlega sálast af leiðindum við að lesa um daglegt heilsufar mitt.
Ástæðan fyrir þessum ósköpum var vitanlega óvissuferð sem ég fór í með 50 ástkærum vinnufélögum. Við fórum alveg út úr bænum, alla leiðina í Kjarnaskóg. Þar vorum við síðan úti í fleiri klukkutíma í ratleik sem var einkar leiðinlegur og einna mest leiddist mér sökum þess að hópurinn minn þjáðist af ofneyslu áfengis. Þar af leiðandi var fólk enn tregara en vanalega og lentum við því í næstsíðasta sæti í þessum ágæta leik. Stórskemmtilegt.

Það var svo á sunnudaginn síðasta sem ég hóf að fara aftur út á meðal fólks. Ég og Inga nýttum afmælisgjöfina okkar og fórum á Chicago. Ég skemmti mér alveg æðislega, hló mikið og var mjög ánægð með mitt fólk. Flestir stóðu sig mjög vel, en mér fannst Lilja, Ævar og Haukur standa sig best og gaman að sjá hvað miss Lugure lifði sig inn í hlutverk druslunnar. Til hamingju með frábæra sýningu krakkar mínir:)

Það eru bara sex dagar þangað til ég fer til Þýskalnds. Það verður svo ljúft, eitthvað heyrist mér á bekknum að mennigarlegt sé að stunda stífa bjórdrykkju til að kynna sér hinar mörgu tegundir þýsks bjórs. Ætli maður verði ekki að fylgja fjöldanum að þessu sinni. Óttast ég samt að stelpurnar missi vitið af söknuði einum saman en höfum við lofað þeim nærbuxum að gjöf þegar heim kemur.