miðvikudagur, maí 07, 2003

Þvílíkur dagur. Hvorki Inga né Hildigunnur í skólanum. Það er eins gott að Lilja mætti annars hefði ég ekki þolað við. Dagurinn byrjaði reyndar mjög illa þar sem klukkan breyttist í 8:16 um leið og ég kom móð og másandi inn í stofuna. En fröken miskunnarlaus.is glotti illþyrmislega og naut þess í botn að gefa mér skróp. Dagurinn hennar byjaði semsagt afar vel. Ég hugsaði um að fara út úr tímanum en nennti því eiginlega ekki. Ég er greinilega eitthvað slöpp. Síðan sat ég þarna í tvo tíma, ein. Algjörlega ein þar sem Eygló fór heim í seinni tímanum. Eftir þessa bitru lífsreynslu fór ég heim í eyðu og horfði á síðasta hlutann af Rose Red og varð nánast fyrir vonbrigðum. Ekki nógu spennandi endalok fannst mér og feiti nöldurseggurinn Emery átti svo sannarlega að deyja.

Í gærkvöldi horfðum við stelpurnar á myndina Lilya 4 ever. Engin okkar var heil eftir það. Þetta var góð mynd en alveg skelfileg. Mæli með henni ef ykkur langar að gráta og líða illa.
Brynja hinsvegar gerði kvöldið skemmtilegt, þessi elska, með því að kynna fyrir okkur nýjustu uppfinninguna sína sem var kúlúsúkk bleytt í kóki. Náttúrufræðibrautarneminn okkar hefur greinilega farið í of marga tíma hjá Brynjólfi. Hún vildi meina að með þessu væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi, maður þyrfti ekki að drekka kók með kúlusúkkinu. Útkoman var hinsvegar viðbjóðslegt, kóksósa kúlusúkk en við átum það samt.
Annað sem glæddi kvöldið lífi voru fréttir af tónlistarhæfileikum glímukóngsins. En stelpurnar sýndu mér með stolti textann sem þær höfðu skrifað niður. Mjúkt og hart og svo framvegis..

Þarf víst að fara gera verkefnið í fjölmiðlafræði um Bachelorette. Við Hill og Arna vonandi erum að fara að horfa á tvo þætti.Stundum getur skólinn verið svo ágætur. Annars er ég búin að fá nokkur tilboð í ömmu. En ég tek ennþá við tilboðum. Bara að hringja í mig. Hún verður seld hæstbjóðanda. Einfalt. Er við símann núna.