Þá þarf maður að skrifa aftur sem er ekki gaman og ég er meira að segja á leið í vinnuna. Allavega. Dagbókin mín er komin í fínt lag og ég hélt bloggið líka en það er enn eitthvað að stríða mér.
Í dag fór ég með stjórnmálafræðibekknum í heimsókn til allra flokka fyrir utan Nýtt afl og Sjálfstæðisflokkinn. Ég fagnaði því auðvitað en þau fagnaðarlæti urðu ekki lengi er ég frétti að það kæmi maður frá Sjálfstæðisflokknum í næsta stjótíma og talar í heilan tíma. Hann skal fá það óþvegið.
Ég fór með x U næluna mína í allar þessar heimsóknir og glotti við tönn;) Hildigunnur var nánast hrokkin upp af í heimsókn okkar til Framsóknarflokksins og Emmi spurði alla flokkana út í sjávarútvegsstefnu þeirra.
Annars er þetta sorgardagur, hún Inga er farin suður og ég þarf að vera ein næstu vikurnar í grútleiðinlegum þýskutímum og fáránlegum frönskutímum og það endar líklega á því að ég missi vitið. Þá verð ég svo lögð inn á sjúkrahús fyrir geðfatlaða einstaklinga með ömmu kleinudrengsins.
Talandi um ömmur, ég á buxur sem þarf að gera við, amma ef þú hefur tíma:) Já hún amma mín er merkileg kona. Hún gerir allt það sem venjulegar ömmur gera s.s. prjóna, sauma, baka og elda auk þess sem hún kann á tölvur (Sem er líklega ástæða þess að ég reyni að gæta orða minna á þessari síðu. Svona yfirleitt) Þessa stundina er amma að læra ítölsku í sjálfsnámi, geri aðrir betur. Undir venjulegum kringumstæðum væri ég ekki tilbúin að gefa neinum hlutdeild í ömmu minni en ég er mjög blönk um þessar mundir svo hún er föl fyrir dágóða fúlgu.
<< Home