miðvikudagur, september 01, 2004

Púff, ætli maður neyðist ekki til, vegna fjölda áskoranna að byrja að blogga aftur. Ég er nú stödd í Edinborg og skilst að það séu einn og annar sem vilji fá fréttir af mér. Ég ætla samt ekki að koma mér upp nýrri, flottri síðu, því nenni ég ekki. Þar af leiðandi þýðir ekki fyrir þær örfáu hræður sem villast hingað inn að kvarta. Og hana nú!

Sagan hefst á því að ég stíg upp í flugvél, þreytt á sunnudagsmorgni, eftir að hafa keyrt í gegnum Reykjavík kl 5 að morgni, nývöknuð. Það var hálf undarlegt, borgin var full af fólki í misjöfnu ástandi á leið heim af djamminu.
Jæja smá útúrsnúningur... Það var tekið vel á móti mér. Á heimilinu eru: Kristján og Ingibjörg ásamt Kjartani sem ég er að passa. Í augnablikinu býr fyrrum au pair stelpan þeirra hér líka, hún Soffía. Það er mjög sniðugt fyrir mig því strax á öðru kvöldi neyddist vesalings Soffía til að fara út með nýju stelpuna. Við fórum á ótrúlega sniðugt uppistand með konunni sem talar fyrir: Bart, Nelson og Ralph í Simpson þáttunum. Ég vissi ekki einu sinni að það væri kona sem talaði fyrir þá! Það var að minnsta kosti mjög sniðugt að heyra Bart Simpson koma út úr munninum á miðaldra konu. Hún heitir Nancy Cartwright, nauðsynlegt að spjalla við hana ef hún verður á vegi ykkar. Ævar yrði mjög heillaður af hljóðunum sem koma upp úr henni.

Á föstudaginn fer ég út að borða með Soffíu og 2. öðrum íslenskum au pair-um sem voru að koma til Edinborgar. Svo kemur ein sænsk-finsk au pair líka. Hún er búin að vera í mánuð en þekkir engan. Hún skal sko fá að kynnast mér, ég ætla að eignast vini með trompi, sjáum hvernig það á eftir að ganga.
Svo er ég búin að troða mér upp á Soffíu líka á sunnudagskvöldið. Svona er að vera indæl stúlka eins og Soffía, illar stúlkur eins og ég notfæra sér það. ég fer með henni og vinum hennar að sjá flugeldasýningu sem er í takt við tónlist sem verður spiluð undir. Þetta eru lokin á Edinborgarhátíðinni.
Jæja, nenni ekki meir í bili. Hinsvegar er ég ekki með msn og er þessvegna ekki með e-mailin hjá um það bil neinum. Endilega sendið mér línu svo ég geti skrifað ykkur.
Að lokum: Auður Stefánsdóttir,
27 Darnell Road E- mail ausa83@hotmail.com
Edinburgh EH5 3PQ GSM: +447840358100
Scotland