föstudagur, september 10, 2004

Heilmikið búið að vera að gera hjá mér í dag. Þrifdagur á föstudögum svo ég er búin að þrífa íbúðina hátt og lágt auk þess sem ég var að pakka niður fyrir London. Það er komin smá ferðaspenningur í mig þó svo að þetta sé nú ekki langt ferðalag. Hvernig getur maður annað en verið spenntur þegar aðeins tveir dagar eru í að maður sjái framan í Hildigunni?
Skrítið að hugsa til þess að þegar ég flýg hingað aftur frá London verður Inga að fljúga til Íslands. Reyndar bara stutt stopp hjá henni en ég væri samt alveg til í að kíkja.

Ég tók eftir að fólk hefur eitthvað tekið við sér að kvitta í gestabókina. Ekkert nema gott um það að segja, bestu þakkir til þeirra sem það eiga skilið.
Kvöldið í kvöld verður vonandi skemmtilegt. Ég ætla að hitta Soffíu um sjö og við förum á einhvern stað sem ég man ekki hvað heitir. Þar ætlum við svo að hitta Richard og Evu og ég ætla að reyna að vera ekki ókurteis ef fleiri vingjarnlegir og ómyndarlegir Skotar gefa sig á tal við mig. Best að hætta í bili, reikna ekki með að blogga yfir helgina þar sem verður örugglega nóg að gera í London.