Æ mig auma. Er gjörsamlega búin að vera og er ekki viss um að ég ætti yfirhöfuð að vera að blogga í dag. Þó er það skylda mín sem góð dóttir að rita hér nokkrar línur til heiðurs föður míns. Sá gamli á afmæli í dag og þó ég eigi ekki að gera það, upplýsi ég hér með að hann er 42. ára. Er það mín einlæg ósk að ég verði því ekki spurð framar hvort faðir minn sé nokkuð orðinn fertugur.
Eftir púl í ræktinni gekk ég í sakleysi mínu heim og hitti í leiðinni vingjarnlegan Skota. Ég er orðin vön því og var sallaróleg þegar hann byrjaði að spjalla. Hinsvegar leist mér síður á blikuna þegar hann lét mig fá nafnspjaldið sitt, bað mig að hringja svo hann gæti gefið mér kaffi og sýnt mér borgina. Ég flýtti mér í burtu en stóðst þó ekki freistinguna að líta við... Viti menn, þarna stóð kauði og góndi á eftir mér, hann VEIT hvar ég á heima.! Rúsínan í pylsuendanum er svo vitanlega sú að karlinn var kominn yfir fimmtugt.
Ég held ég myndi endanlega missa vitið ef ég reyni að lýsa hvernig gekk að passa í dag. Þrjú börn voru bara aðeins of mikið í þetta skiptið. Ég er alvarlega að íhuga að ganga til náða og klukkan ekki orðin níu.
<< Home