Skólinn byrjar á morgun. Ég get ekki beðið, er viss um að öndin mun uppljómast við fyrstu kynni af þessum listræna lærdómi. Ég er samt mikið að velta fyrir mér hvort ég þurfi ekki að vera meiri týpa þar sem ég er að byrja í leiklistarskóla. Eins og allir vita eru leikarar stórskrítnir upp til hópa. Ég var því að hugsa um að lita hárið appelsínugult og mæta í eiturgrænum buxum og skræpóttri skyrtu. Til að kóróna allt saman væri svo best að koma sér upp furðulegum kæk... Er ég á réttri leið?
Annars var helgin lítið skemmtileg verð ég að segja. Partýið hennar Soffíu frestaðist fram að næstu helgi. Því eyddi ég föstudagskvöldinu heima, fyrir framan tölvuna í þeirri veiku von að einhver myndi birtast á msn. Það varð lítið úr því, enda hefur fólk eitthvað betra að gera á föstudagskvöldi.
Svo þurfti ég að passa fyrir Habbý á laugardagskvöldið. Mætti til hennar klukkan sex og gaf börnunum að borða. Svo kom ég þeim í náttfötin, án mikilla vandræða. Erfiðleikarnir hófust ekki fyrr en þau áttu að fara að sofa. Ég endaði á að hóta þeim með jólasveininum (full snemmt, ég veit) sem virkaði mjög vel. Næstu sex klukkutímunum eyddi ég svo í að reyna að horfa á sjónvarpið, gekk mjög illa. Habbý og Simon komu svo heim þrjú um nóttina, þá var ég orðin frekar grumpy eins og Kjartan segir.
Skemmti mér ágætlega í dag. Rölti um bæinn með Soffíu, fórum meðal annars inn í ekta skoska búð. Mjög skondið verð ég að segja. Einnig fórum við inn í litla jólabúð sem varð til þess að við komumst báðar í mikið jólaskap. Það endaði með því að ég þurfti að draga Soffíu út úr búðinni, hún var komin með kaupæðisglampa í augun.
Þá er best ég fari að gera eitthvað gáfulegt, eins og að lita á mér hárið appelsínugult!
<< Home