fimmtudagur, september 23, 2004

Ég komst ekkert í tölvu í gærkvöldi sem var hið versta mál. Í staðinn horfði ég á sjónvarpið á afar áhugaverðan þátt sem heitir Nip/Tuck. Mér varð sífellt hugsað til föður míns meðan á þættinum stóð þar sem stjarna þáttarins er enginn annar en Cole úr Charmed. Hef ekki hugmynd um hvað leikarinn heitir en ég og pabbi gerum stanslaust grína að honum. Lélegri leikara er erfitt að finna og stóð hann sig ekkert betur í þessum þætti en Charmed, sami frosni svipurinn. Ekki bætti úr skák að hann leikur töffara sem flekar hverja konuna á fætur annarri á milli þess sem hann sinnir starfi sínu sem lýtalæknir. Ég get séð fyrir mér svipinn á föður mínum ef hann hefði slysast til að sjá þennan þátt!

Ég verð að lýsa því yfir að ég er algjörlega sammála honum Ævari í sambandi við busun í Menntaskólanum á Akureyri. Í fyrra greip um sig móðursýki á hæsta stigi hjá skólayfirvöldum sem gerði það að verkum að busun var nánast bönnuð. Þökk sé Ævari og nokkrum öðrum fengum við, þáverandi 4. bekkingar þó einhverja smá busun en allir kvörtuðu yfir hvað hún var léleg. Fólk hefði átt að hugsa út í það að við máttum ekkert og því erfitt að gera þetta spennandi. Núna hinsvegar hefur móðursýkiskastið liðið hjá og 4.bekkur gat haft þokkalega busun skilst mér. Skemmtilegt að vera í eina árgangnum í MA sem aldrei fékk að busa....

Þá er komin tími til að reyna að hressa sig upp fyrir kvöldið. Ég upplýsi hér með að ég ætla ekki að syngja svo allar vonir um að ég geri mig að fífli eru orðnar að engu. Það verður þó væntanlega mjög gaman að sjá aðra gera sig að fífli á þessum fræga karókíbar. Að sögn Soffíu er ekki óalgengt að fólk geri það..