Sunnudagurin hjá mér fór bara í algjöra leti, fyrir utan bíóferðina náttúrulega. Það endaði með að ég og Malena fórum bara tvær því hinar voru svo latar að þær nenntu ekki. Myndin var mjög góð, heitir Bride and prejudice. Lauslega byggð eftir sögu Jane Austin, Pride and Prejudice. En þessi saga gerist í Indlandi nútímans og er eftir sömu framleiðendur og Bend it like Beckham. Þið þurfið örugglega að bíða eitthvað eftir að þessi mynd komi til Íslands, sei, sei já.
Við Malena ræddum einnig um ófríðleika karlmanna hér á landi. Hún og Johanna sem eru lausar og liðugar óttast að ekkert bætist úr þeim málum með þessu áframhaldi.
Í gær vaknaði ég svo hress og kát og fór í sund. Svo hringdi Habbý og bað mig að passa aðeins, það var skiljanlegt því svolítið óvænt kom upp á hjá henni. En gaman var það ekki. Ég var með Helgu og Sæmsa Palla og tvö önnur sem Habbý var að passa. Þau voru að vísu 8 og 11 ára, en komu að engu gagni. Max sem er 8 kom að miklu ógagni því hann espaði hina krakkana upp. Svo var ég með Kjartan líka og svo kom Dísa með Tom sem hún er að passa. Dísa hjálapaði mér að reyna að hafa hemil á þeim en það gekk samt illa. Sérstaklega var Helga erfið, henni tókst að; sulla niður, pissa á sig, brjóta nokkur egg, vera sífellt að fara úr fötunum, fara í öll herbergi sem hún má ekki og hlaupa út í tíma og ótíma. Eftir þrjá tíma í helvíti komu Habbý og Simon heim og við Dísa vorum niðurbrotnar eftir þetta svo við fengum okkur súkkulaði.
Svo dreif ég mig í skólann í gær. Það var bara fínt, vorum ennþá bara í voice afþví hinir kennararnir koma ekki fyrr en í dag. Við hlógum öll eins og hálfvitar því við sátum í hring og vorum að gera grettur af ýmsu tagi. Svo gerðum við öndunaræfingar, þótti reyndar erfitt að liggja á ísköldu gólfinu og ímynda mér að líkami minn væri léttur sem fjöður, sumt er bara of óraunverulegt. Svo sagði Anne (kennari) að þeir Justin (acting) og Crispin (movement) kæmu í dag og hópnum verður skipt í tvennt, vona að ég lendi með skemmtilegu fólki. Eftir skólann bauð Gary ( einn af strákunum) mér á barinn en ég afþakkaði. Þurfti að ná strætó og svo má maður ekki vera of vingjarnlegur við strákana;)
<< Home