Það er þrifdagur hjá mér í dag. Ég er meira að segja bara sátt við það því það er skárra að þrífa á fimmtudögum en föstudögum. Ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að húsið er opið til skoðunnar á fimmtudögum. Því á ég von á því að allt fyllist af brjáluðu fólki í kvöld sem þuklar á öllu og færir til húgögnin. Eins gott að ég ryksugaði bakvið allt og undir öllu.
Þarf svo að eyða deginum heima því ég er að bíða eftir einhverjum golfkylfum fyrir Kristján auk þess sem kona nokkur ætlar kannski að kíkja á íbúðina því hún nennir ekki að bíða þangað til í kvöld.
Það gekk ótrúlega vel að passa fyrir Habbý í gær. Ég var bara ein með þau og þau voru eins og englar. Svo kom Habbý heim og leyfði Kjartani að vera áfram. Ég þurfti nefninlega að fara heim að bíða eftir golfkylfunum sem komu ekki. Það var mjög skrýtið að vera svona í fríi og ég vissi varla hvað ég átti að mér að gera svo ég lagaði bara til.
Þegar var orðið alveg ljóst að það kæmu engar golfkylfur fór ég aftur yfir til Habbýar og var þar fram eftir kvöldi því okkur á Darnell road var boðið í mat. Eftir það kom hún Eva til mín og við horfðum á Nip/Tuck og fórum í mjög misheppnaða búðarferð. Já, hún Eva er eitthvað hrædd við hringtorgin. Svo fara hún og hennar "fjölskylda" og Habbý og fjölskylda til Íslands á morgun. Ég veit ekki hvað ég á að mér að gera um helgina, á líka enga peninga. Hvert fóru þeir..?
<< Home