Ég var búin að blogga á hverjum degi í rúma viku svo ég ákvað að taka mér smá hlé. Er reyndar búin að vera frekar upptekin síðustu tvo daga. Var með Kjartan langt fram á kvöld báða dagana og á miðvikudaginn frá 8 um morguninn. Það hefur gengið mjög vel, við erum búin að fara í hina ýmsustu leiki, svosem Karíus og Baktus og riddaraleik. Þá var Kjartan riddari sem átti fjólubláan asna, sá át reiðar flugur og köngulær. Börn hafa svo skemmtilegt ímyndunarafl:)
Svo var auðvitað þrifdagur í gær. Það er alltaf ábyrgð að þrífa fyrir annað fólk svo ég tali nú ekki um þegar fólk er að koma og skoða íbúðina. Ég þreif því af öllum mínum kröftum. Ingibjörg var afar ánægð þegar hún kom heim, hún gat bara slakað á þangað til fólkið kom. Það komu bara tveir í gær, gengur hægt en gengur vonandi.
Svo koma amma Kjartans og Guðrún frænka hans eftir smá stund, heppilegt að húsið er svona fínt. Ég á að vísu eftir að búa um þær í mínu herbergi. Ætli það sé ekki best að koma því frá.
Að lokum. Veit ekki hvað ég geri um helgina. Það getur hugsanlega verið að Soffía nenni að hitta mig. Svo var Áslaug að hafa samband við sætu sveitastelpuna. Þannig ég mun líklega hafa eitthvað fyrir stafni. Það er líka Halloween á sunnudaginn. Við Kjartan og Ingibjörg erum búin að gera Mr. Pumpkin, hann passar húsið fyrir draugunum. Gott mál.
<< Home