Þá er komin helgi enn og aftur. Ljúft helgarfrí framundan eftir því sem ég best veit. Ég stakk af til Evu minnar í gærkvöldi svo ég yrði ekki fyrir meðan verið var að sýna íbúðina, enginn kom. Við Eva skemmtum okkur þó vitanlega vel eins og alltaf, í þessu tilfelli örugglega ég betur. Ég heimtaði nefninlega að við horfðum á Galdrakarlinn frá OZ á breiðtjaldinu. Þetta er myndin sem ég leigði svo oft á Amtsbókasafninu í æsku að hún eyðilagðist. Algjör snilld frá 1939.
Ég villtist inn á sjallinn.is um daginn og sá mér til ómældrar skemmtunar að keppnin um herra Norðurland fer fram í kvöld. Þarna voru myndir af nokkrum vel völdum karlmönnum, hver öðrum ómyndarlegri. Ekki bætti úr skák að þeir virtust reyna sitt besta til að láta karlmennskuna skína í gegn með hörmulegum afleiðingum. Já svei mér þá, fegurðarsamkeppnir eru ótrúlega hallærislegt fyrirbæri, konur, karlar, hundar og börn (sem er skelfilegt) Held samt að hégómalegir karlar séu það versta í þessu tilfelli. Ég get prísað mig sæla að eiga ekki mann sem þarf að fá útrás fyrir athyglissýki í svona keppni. Þá þyrfti ég að flytja úr landi sökum ævarandi skammar. Hef reyndar þegar flúið land, spurning hver ástæðan sé..?
<< Home