Ég vil þakka Ástu fyrir að vera svo elskuleg að laga síðuna mína. Hún betrumbætti hana, setti inn þetta fína kommentkerfi og skrifaði auk þess glæstan pistil um sambýling sinn og sig, ég kom einnig við sögu. Þess má geta að í tilraun minni til að setja inn komment kerfi rústaði ég síðunni algjörlega svo að Ásta er hér með útnefnd kraftaverkarkona. Lesendur mega alltaf eiga von á undarlegum færslum í framtíðinni, þar sem Ásta er með notendanafnið og lykilorðið mitt:) Að lokum vil ég hvetja alla til að kommenta, góð byrjun væri að skoða myndina í færslunni frá 20. des og kommenta á hana.
Það er kannski best ég segi aðeins frá skólanum í gær. Ég kom að sjálfsögðu með ræðu, áttum að koma með eitthvað klassískt, sumsé Shakespeare og ég ákvað að velja mér frekar stutta. Við áttum þó ekki að læra hana utan að, ástæðan kom fljótt í ljós. Við áttum að vera tvö og tvö saman og skipta um ræður. Ég var svo heppin að ég fékk lengstu ræðuna af öllum. Svo fengum við tuttugu mínútur til að vinna með hana og svo þurfti maður að lesa það upp. Crispin var svo undrandi hversu vel mér tókst til þar sem tungumálið er ekki það auðveldasta, svei mér þá ég var svolítið ánægð með mig, þau hrósuðu mér öll svo mikið. Nóg komið af sjálfsánægju í bili. Síðan þurftum við að fara með ræðurnar frá því í síðustu viku og rúlla okkur eftir gólfinu á meðan, hlaust að því töluverður svimi. Við héldum á pöbbinn að skóla loknum og nutum ódýra veitinga og svo skutlaði Pam mér heim. Mjög gott kvöld.
Fór einnig út í kvöld, á pöbb með Malenu og Johönnu, þær ætla líka að hitta okkur Evu á föstudagskvöldið, stefnan tekin á bíó.
Svo er það hann Kjartan Þorri sem á afmæli á morgun. Hann verður 4. ára og ætlar með Spidermanköku á leiksskólann. Ekki má gleyma gasblöðrunum sem Ingibjörg fyllti á fyrir hann. Til hamingu með daginn stóri strákur.
<< Home