Ásta hét kona er kölluð var hin limfagra. Hún var drengur góður, spök og vitur mjög. Hennar sambýliskona var Brynja hin hörundsmjúka. Brynja var kvenskörungur mikill, fögur sýnum og heitfeng í skapi. Svo vill það til þennan vetur að sambýlingar huga að útför mikilli. Halda þær til skips og halda til Brittaníu og taka land við Lundúnaborg. Hittu þær þar fyrir landnámskonuna Auði augnayndi. Hún var göfug kona mjög og heilsaði sambýlingum vel og gaf þeim góðar gjafir. Ok lýk ek þá sögu þessari.
Hugsanir Auðar
Þeir sem kunna að meta hið skrifaða orð eru þeir sem kunna að meta hina sönnu list.
<< Home