Það verða strengir á morgun, þökk sé Crispin. Hann var svo elskulegur að láta okkur spretta í hálftíma, gera 100 armbeygjur og billjón magaæfingar auk hræðilegra hnébeygja. Ég hefði nú kannski átt að sleppa svona helmingnum af þessu sökum hné- og bakvandamála en var aðeins of kúl. Leikari verður að halda sér í formi, höfum það á hreinu. Missti þó kúlið þegar ég fékk vatnssopa hjá Dönu, þetta var í brúsa svo ég átti von á keyptu vatni en þetta var þá úr krananum. Gretti mig rosalega og kyngdi með herkjum, viðstöddum til skemmtunar, ætli þeir haldi ekki að um íslenska stæla sé að ræða.
Þetta var samt hið ágætasta kvöld, í tímanum hjá Anne áttum við að koma eitt og eitt og segja ævintýri og við hin áttum að leika fjögurra ára hlustendur. Ég taldi mig nú ansi góða í þessu, enda vön að vera með tvo á þeim aldri. Svo erum við Dana búnar að ákveða að nota Oscar minn Wilde í dialoginn okkar, ætlum að sjálfsögðu að taka Earnest Lilja mín. Við ætlum að setjast yfir þetta á pöbbnum á morgun eftir skóla, eigum eftir að ákveða hvor er hvað, Gwendolin og Cecily.
Partýið hjá Richard var skemmtilegt framan af en svo snérist það að messtu leyti upp í vitleysu, meðal annars af því að Svíinn Jonas er svo leiðinlegur. Soffía hætti alveg við að koma þegar hún frétti að hann væri á svæðinu. Einnig eyddi ég parti af kvöldinu í að þurrka tár, þó ekki mín eigin en eitthvað áttu sumar af stelpunum mínum bágt. Því enduðum við á að fara ekkert út og ég var komin heim um þrjúleytið.
Á laugardaginn held ég að ég hafi innbyrgt sirka 8000 kaloríur. Fór til Soffíu upp úr hádegi og við fengum okkur pitsu og kók og horfðum á Secret Window. Seinna um daginn kom Eva líka og við enduðum á að gista hjá Soffíu, það þýddi ekkert minna en McDonalds í kvöldmatinn, kók, helling af nammi og snakki. Þar sem við gátum ekki klárað átum við bara afganginn í morgunmat.
Við Eva héldum heim til mín þar sem við sátum límdar yfir nýju seríunni af OC en fórum svo aftur út til fundar við Malenu og Johönnu. Fengum okkur að borða á pöbb einum í bíóhúsinu en enduðum á að þurfa að fara út þar sem stelpurnar eru ekki orðnar 21;) Það var því úr að við fórum í bíó en vorum ansi óheppnar með val, sáum hryllingsmyndina Creep. Við vorum orðnar vel hræddar því trailerarnir voru svo afskaplega skelfandi, má þar meðal annars nefna Ring 2. En blessað Creep-ið var nú bara hallærislegtt og ekki vorum við hræddar, hafði búist við ágætis mynd þar sem að þýska leikkonan sem lék í Lolu og Bourne myndunum var í aðalhlutverki en svo virðist sem að um gúrkutíð sé að ræða hjá henni.
Þetta var að vissu leyti dagur vonbrigða þar sem ég hélt að ég væri að fara á U2 tónleika í Glasgow í júní, en komst að því að það er uppselt. Frekar svekkjandi þar sem þetta er uppáhaldshljómsveitin mín og hún er að spila í klukkutímafjarlægð með rútu. Ekki oft sem svona tækifæri bjóðast og leiðinlegt að geta ekki nýtt sér þau. Einnig er ég leið yfir að missa bæði af bollu- og sprengideginum. Er möguleiki að einhver vilji gefa mér bollur og saltkjöt þegar ég kem heim í ágúst...?
<< Home