fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Það var svo erfitt að vakna í morgun. Ástæðan gæti verið sú að við Malena sátum í pöbb í þrjá tíma í gær og fengum okkur pint eða tvo, eða fimm ef út í það er farið. Það var reyndar ansi gaman hjá okkur. Ákváðum að fara til Írlands saman áður en við förum heim. Og Eva vill fara til Parísar svo það er eins gott að ég fari að vinna í lottói. Við Malena skiptumst einnig á hryllingssögum, ég sagði henni frá reynslu minni af að þrífa upp eftir Sæmsa og hún sagði mér viðbjóðslega sögu af hótelinu sem hún var á í London. Sjæse bitte, ætla að vona að Ásta hafi vitað hvað hún var að gera þegar hún pantaði hótel!

Er nánast án meðvitundar af þreytu því ég var með krakkana þrjá til að verða hálfátta í kvöld. Keypti mér líka kók og súkkulaði í sárabætur og finnst mér ég eiga það skilið. Stefnan er tekin á að vera sofnuð fyrir tíu, það er eins gott að vera endurnærð á morgun fyrir partýið hjá Richard kallinum. Ég og Malena erum að íhuga að fara á karókíbar eftir partýið, ég meina það þekkir mig enginn;)

Afmælisbarn dagsins er Valur frændi. Það er alveg ómögulegt að kalla hann föðurbróður (þó hann sé það) því það hljómar eins og hann sé sextugur. Þar sem hann á enn eftir nokkur ár í fertugt fær hann því að heita "frændi" svolítið lengur. Ég skal ekki fara nánar út í aldur þinn Valur minn í virðingarskyni. Það er nú alltaf eitthvað af nemendum sem kíkir á þessa síðu.