miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Það er bara orðið vika síðan ég settist hér síðast við skriftir. Glæsilegur árangur verð ég að segja og er ég mjög stolt. Það hefur svo sem ekkert gríðarlega merkilegt drifið á daga mína síðustu vikuna. Var mikið heima um helgina og hafði það rólegt. Soffía kom til mín á laugardagskvöldið, ég var ein heima og við átum pitsu og horfðum á BAFTA verðlaunin. Mikið var ég stolt að vera Íslendingur í Bretlandi þegar hún Valdís hreppti verðlaunin fyrir bestu klippinguna.

Kjartan hefur verið spurull eins og vanalega. Meðal annars hefur hann verið að reyna að skilja þessi flóknu giftingarmál. Einhverra hluta vegna komst hann að þeirri niðurstöðu að hann hefði gifst mér þegar hann sá mig á flugvellinum og var að eigin sögn voða lucky.
Ekkert getur fengið Kjartan af þeirri hugmynd að Styrmir ætli að flytja með okkur í nýja húsið og þýðir ekkert að reyna að segja honum að hann ætli bara að koma í heimsókn. Nei hann Kjartan er sko með þetta alveg á hreinu og dreymir um að þeir verði í fótbolta og feluleik alla daga.
Kjartan hefur líka verið að hugsa mikið um hvað deyja sé og finnst honum þetta mjög torskilið. Meðal annars hefur hann spurt mig hvort hann eigi eftir að deyja einhvertíman. Það þýðir auðvitað ekki að eyða svona tali svo ég tók hann alvarlega og svaraði eftir bestu getu. Ég talaði um að þegar fólk væri orðið rosalega gamalt, gæti ekki gengið eða leikið sér neitt þá myndi það deyja og fara upp í himininn. Þar væri rosalega gaman og þá yrði maður alveg frískur aftur og gæti spilað fótbolta við vini sína og fjölskyldu. Kjartani leist hreint ekki illa á þetta. Hann talar þó mikið um langafa sinn sem er dáinn og segist hann vera leiður yfir að hafa aldrei séð hann. Ég sagði honum að hann hefði séð mynd af honum svo hann þyrfti ekki að vera leiður. Sá stutti hugsaði sig um smá stund og sagði svo "En ég langar að sjá hvernig hárið hans aftan á er" þarna sá hann alveg við mér.

Skólinn var á sínum stað síðustu tvo daga og nú er ég komin með helling af heimavinnu fyrir næstu viku sem er hið versta mál þar sem ég er með pakkaða dagskrá framundan. Í gærkvöldi gerðum við svolítið skemmtilegt verkefni, við vorum tvö og tvö saman og annað okkar átti að segja hinu frá einhverri manneskju sem við þekkjum mjög vel. Ég valdi hana Ragnheiði mína og hafði hálftíma til að segja allt um hana. Hvernig hún lítur út, fjölskylda, vinir. Hvernig persóna hún er, hvernig hún bregst við hlutunum. Og umfram allt hvernig ég og hún erum þegar við erum saman, um hvað tölum við og svo framvegis. Að þessum hálftíma liðnum þurfti sumsé Fiona að leika Ragnheiði og ég lék mig. Þetta var svo fyndið, sérstaklega þegar hún var að reyna að bera fram nafnið á kærastanum sínum (Egill) Æit var útkoman. Við lékum að við værum í Bakaríinu við brúna að fá okkur pitsu. Mér fannst Fiona ekki ná Ragnheiði alveg nógu vel enda kannski ósanngjarnt að ætlast til þess þar sem hún hefur aldrei hitt hana. Þetta var allavega mjög skemmtilegt og fannst fólkinu alveg nóg um þessi íslensku nöfn sem komu upp í samtalinu, Ninna, Sindri, Auður, Ragnheiður, Egill, Styrmir, Akureyri, Reykjavík, Menntaskólinn. Af einhverjum ástæðum eru allir mjög áhugasamir að koma til Íslands núna til að smakka vatnið og fara í Bakaríið og fá sér pitsu:)

Í kvöld ætla ég út með Malenu. Þetta er orðið fastur liður á miðvikudagskvöldum hjá okkur, ætluðum reyndar í bíó en það er ekki byrjað að sýna myndina. Ætli við höldum þá ekki áfram að prófa okkur áfram í kokteilum á ódýra pöbbnum. Svo er það annað kvöld, þá ætla ég og Ingibjörgm (eða Soffía, ef það er of mikið að gera hjá I í vinnunni) á Jesus Christ Superstar með "krökkunum" úr skólanum. Það verður frábært, ætlum að hittast á pöbb klukkutíma fyrir sýningu.
Síðan er komið að því, föstudagur og London beibí. Ég hlakka svo mikið til að hitta þær Ástu, Brynju og Soffíu, þær verða knúsaðar í bak og fyrir. Afmælisbarn föstudagsins er svo elsku Inga mín en hún er að verða 18 ára eins og ég viku seinna;) Vona að Inga eigi alveg frábæran afmælisdag með Lilju og Jóni og öllu þessu fólki þarna í Austurríki.
Talandi um afmælið mitt, ég verð svolítið ein og yfirgefin hér í Ediborg svo fólk má vera svo vingjarnlegt að senda mér kort. Ég fæ líka aldrei póst svo það yrði frábær tilbreyting. Þeir sem nenna því ómögulega verða að sjálfsögðu að senda tölvupóst eða sms, annars verð ég voða leiðuð stðákuð (eins og Kjartan myndi segja) Heimilisfangið mitt verður þetta hérna í 3. vikur í viðbót: Auður Stefánsdóttir, 27 Darnelll Road, Edinburgh, EH5 3PQ Scotland. Já og símanúmer eru: GSM: +447840358100 og heimasími 00441315523532. E-mail er ausa83@hotmail.com. Og þar hafið þið það. Ég reikna ekki með að ég bloggi fyrr en ég kem frá London svo ég segi bara góða ferð við sjálfa mig.
P.S. Beygla vikunnar er Eva því hún er á Íslandi.