Ég er svo spennt, fyrsti pakkinn (já ég sagði fyrsti, vongóð ha;) kom áðan og mig langar svo að opna hann. Ég verð samt að bíða í tvo daga í viðbót og það er erfitt. Þreifa á honum reglulega og hristi, Mimmi hvað er í honum? Talandi um afmæli, Sæmsi kallinn átti afmæli á mánudaginn og hélt upp á daginn með því að fá gat á hausinn. Þetta er reyndar í þriðja skipti á hans 4. ára ævi sem það gerist.
Í kvöld ætla ég í bíó með Malenu og Johönnu og verður það örugglega hin besta skemmtun eins og alltaf. Ætla að segja þeim allt slúðrið frá London og reyna að komast að því hvort það hafi ekki eitthvað markvert gerst í fjarveru minni.
Ég er reyndar að rifna úr stolti og gleði og ég veit ekki hvaða fleiri lýsingarorð ég á að nota. Ég var nefninlega í skólanum í gær með öllu hinu hæfileikaríka fólkinu sem eru mörg að vinna við leiklist og við vorum öll að fara með monalogana. Lissy hefur greinilega hentað mér vel því Crispin hrósaði mér í hástert. Pásurnar voru á hárréttum stöðum, orkan mikli, skýrmælt og ég veit ekki hvað og hvað, hann endaði með að segja að þetta hefði verið langbesta frammistaða kvöldsins, roðn.
<< Home