Það er kaldasta vika vetrarins núna í Bretlandi. Skilst að það sé heitt á Íslandi, veðurguðirnir eitthvað að ruglast. Þetta er líka svolítið skrítið þar sem að það eru tvær vikur síðan það fóru að koma blóm og manni leið eins og blessað vorið væri að koma. Það verður bara að hafa það, ég er auðvitað Akureyringur og því kuldanum vön.
Fór vitanlega í skólann í gær og gerði ýmsar gloríur, meðal annars að leika stóran skógareld sem síðan var slökktur með tilþrifum. Svo er það bara monaloginn í kvöld, ég er engin önnur en Lissy úr Hroka og hleypidómum. Við Dana þurfum svo að fara að æfa samlesturinn, held við fáum eitthvað að vinna með hann í kvöld. Við í skólanum ákváðum í gær að fara á annan söngleik. Nefninlega Chicago þann 10. mars og er það söngvarinn í Wet wet wet sem er í aðalhlutverki.
Gleymdi alveg að segja frá nokkru úr Londonferðinni. Til dæmis öllum gaurunum sem ég skar vingjarnlega á háls á Zoo bar. Við stelpurnar höfum aldrei orðið fyrir eins miklu áreiti og einmitt þetta kvöld. Þeir voru e-ð að dansa og klípa okkur til lítillar ánægju. Fyrst var ég bara að gefa stelpunum merki með því að renna fingrinum eftir hálsinum á mér en þegar lengra leið á kvöldið var ég farin að snúa mér við, horfa beint í augun á viðkomandi og draga fingurinn hægt og ógnvekjandi eftir hálsinum á mér. Þetta virkaði ansi vel held ég, við stelpurnar hlógum allavega mikið að þessu daginn eftir. Það var reyndar einhver brjálæðingur þarna (fyrir utan mig) sem reyndi við Soffíu og það endaði með því að hann vildi fá hana út til að slást við sig. Vitum ekki alveg hvað gerðist en Soffía var reyndar saklaus í það skiptið. Svo var líka ansi fyndið þegar við fórum inn á Zoo í fyrsta skiptið, þá var Brynja spurð að aldri, hún var ekki ánægð, öskraði á eftir gaurnum "I am 22." Ooo það var svo gaman í London:)
<< Home