mánudagur, mars 07, 2005

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að fara á lhi.is til að athuga hvort að stórvinur minn og fyrrum bekkjarbróðir með meiru Ævar hefði komist áfram í leiklistardeild. Ég renndi yfir nöfnin 40 á ógnarhraða, reyndar svo miklum að ég sá nafnið hans hvergi í fyrstu. Ég trúði þessu ekki og renndi hægar yfir listann og þá sá ég nafnið. Ég andaði léttar og fann fyrir miklum fögnuði (Mig var reyndar búið að dreyma að hann kæmist áfram svo það var lítil ástæða til að örvænta.;) En til hamingju með þetta elsku Ævar og gangi þér vel á þrepi 2.
Þessi dagur er líka ansi merkilegur fyrir hana Hildigunni en kerlan er 21. árs í dag. Ég mun ekki vorkenna þér hið minnsta Hildigunnur þar sem þú munt alltaf vera ári yngri en ég. Njóttu dagsins elsku besta og borðaðu mikið af rjómakökum og slappaðu af:*
Svo er það hér ein stúlka í viðbót sem á mikið af hamingjuóskum skilið. Hún Soffía gerði sér lítið fyrir og hampaði 2. titlum í glímunni. Til hamingju með það:) Það er þó útlit fyrir að þær Ásta hafi fagnað þessu vel en sést það á athugasemdunum á síðustu færslu hjá mér. Aldrei að fara drukkin á netið stelpur;)

Það virðist sem ég sé að verða vinafá hér í borg. Johanna fer alfarin heim á fimmtudaginn. Hálfgert leiðindamál með fjöslskylduna sem hún er hjá, hún vildi nefninlega ekki fara alveg strax, en svona er þetta. Malena er svo búin að segja upp sinni vinnu enda hjá snarklikkaðri fjölskyldu. Hún vill ekki fara heim og er að reyna að finna sér íbúð og vinnu en ef það gengur ekki upp fer hún heim í apríl. Eftir því sem ég best veit fer Soffía í byrjun mái og Eva svo í júní. Við Eva ætluðum því að hitta Malenu og Johönnu á föstudagskvöldið en þegar við loksins komum okkur út voru þær svo þreyttar að þær voru farnar heim. Það endaði með því að við Eva hittum Chris úr skólanum og vin hans og var farið á Subway í west end og dansað. Þetta var fínt kvöld. Svo seinna um kvöldið kom nágranni Evu á svæðið og einhver ógeðslegur vinur hans. Eva fór svo með þeim heim en ég hélt heim á leið enda á leið að passa daginn eftir. Helgin fór svo bara í að passa og pakka niður, það eru bara fjórir dagar í flutninga. Jú og svo náði ég mér í leiðinda flensu um helgina og sökum þess fer ég ekki í skólann í kvöld.
Það er best að láta nýja heimilisfangið fylgja, við fáum einnig nýtt símanúmer og ég set það inn um leið og það kemur. Nýja heimilisfangið er: 6A Glenorchy Terrace
EH9 2DQ Edinburgh
Scotland