Það var aldrei ætlunin að hafa þessa síðu á persónulegu nótunum. Hún hefur þjónað tilgangi sínum hingað til, að segja frá því sem daga mína drífur fjarri heimabyggð.
Síðustu daga hefur aðeins eitt verið í huga mér. Lífið getur breyst á óskiljanlegan og sársaukafullan hátt á aðeins sekúndubroti. Sem betur fer breyttist líf mitt ekki þannig á laugardaginn. Styrmir, unnusti minn var farþegi í bíl sem fór út af veginum og velti marga hringi. Að lokum stoppaði hann á hvolfi. Hann Mimmi minn og hinir sem í bílnum voru sluppu ómeiddir. Þeir voru í bílbeltum og það bjargaði lífi þeirra. Ég er svo þakklát fyrir það að ekki skyldi fara verr og segja sjónarvottar að ótrúlegt sé að þeir hafi sloppið svona vel. Ég er þakklát fyrir að allir þeir hlutir sem hefðu getað farið úrskeiðis gerðu það ekki. Ég er þakklát Styrmi fyrir að hafa sett á sig beltið, eitt handtak sem við eigum öll að muna eftir. Þessvegna slapp hann með mar og smá eymsli. Það er sárt að geta ekki faðmað hann, fullvissað mig um að allt sé í lagi. En það sem hræðir mig mest og það sem ég á erfitt með að hætta að hugsa um er, hvað ef?
<< Home