mánudagur, júlí 11, 2005

Áhuginn á þessu heimkomupartýi virðist vera um það bil enginn. Sorry Lugure, það er útlit fyrir að við verðum bara tvær.
Það er svo heitt í Edinborg að það er ekki líft hér, Hitinn nálægt 30 stigum, steikjandi sól og logn. Meira að segja ég er farin að brúnast töluvert.
Síðasta vika er búin að vera ósköp einmannaleg því hún Malena mín fór. Það var svo leiðinlegt og erfitt en við skemmtum okkur ágætlega síðustu kvöldin. Fórum á pöbba og fengum enn frekari sönnun á því hvað Skotar eru misheppnaðir hösslerar, æ, æ. Malena ætlar að koma til mín í heimsókn næsta sumar, það verður frábært, hún er æði:)
Átti reyndar eitt skemmtilegt kvöld í vikunni. Fór í bíó með Pammie úr skólanum mínum og spjall á eftir. Það var mjög fínt, maður fann ekkert fyrir aldursmuninum, en hún er 12 árum eldri en ég. Ætli það sé svona að vera fullorðin...?
Styrmir kíkir við á miðvikudaginn og við förum á ættarmót um helgina. Já ég hlakka til, og nei hann kemur ekkert oft.