Börn, þau eru ósköp indæl. Ég veit varla hvað ég á við mig að gera því í dag er ég í fyrsta skipti í fríi síðan á miðvikudaginn. Var með Kjartan eins og venjulega á fimmtudaginn og aðeins Helgu og Sæmsa. Um kvöldið passaði ég Helgu og Sæmsa og daginn eftir var ég með þau öll þrjú, því Habbý og Simon fóru til London. Um morgunin var ég bara ein með Helgu, meðan strákarnir voru á leikskólanum. Habbý sagði mér að Helga hefði vaknað á fimmtudagsnóttina því hún hefði verið svo spennt fyrir að fá að vera ein með mér:) Við náðum svo í strákana klukkan 1. og ég reyndi að halda upp aga og reglu til klukkan 6. Þá kom Elsa (vinkona Habbýjar) að sækja Helgu því Helga gisti hjá henni. Ég fór með strákana heim til okkar Kjartans og var að passa þá til rúmlega miðnættis. (Kristján og Ingibjörg skruppu á Coldplay tónleika) Þeir voru bara örlítið óþekkir, kom þeim á endanum í rúmið.
Á laugardaginn var ég komin út um 8, var á leið að sækja Helgu til Elsu og passa hana þar til Simon kæmi heim. Ég var að verða komin út á strætóstöð þegar Ingibjörg hringdi, Sæmsi vildi sko vera hjá Auði sinni. Ég fór því til baka og við fórum svo að sækja Helgu og var ég með þau til rúmlega 2. Helga sagði pabba sínum að dagurinn með mér hefði verið besti dagur ævi sinnar. Og voru þau systkin ekki sátt með að ég væri að fara.
Þegar heim var komið fór ég í smá heimsókn til hjónanna niðri þar sem ég var að fara að passa baby Boris og Bea um kvöldið. Ég endaði á að vera í klukkutíma að leika við börnin en svo dreif ég mig upp og hafði tvo tíma fyrir sjálfa mig. Að því búnu fór ég niður aftur og passaði litlu krúttin. Þau eru svo sæt, Bea alltaf með puttann upp í sér og Boris nýbyrjaður að hjala. Þetta gekk svona líka vel, fékk Bea til að fara að sofa með því að segja henni að hugsa um Cinderellu, (lásum þá bók) að vísu heyrði ég hana tala við Cinderellu í svona hálftíma (þvílíkt sætt) áður en hún loksins sofnaði. Boris vaknaði bara einu sinni en sofnaði fljótt aftur eftir að ég gaf honum pela.
Sarah og Karl komu svo heim hálftvö og ég fór beint upp til mín að sofa. Vaknaði svo í dag og er enn að átta mig á því að ég sé í fríi. Ætla að nota daginn til að gera e-ð skemmtilegt með elsku Malenu minni sem er alveg að fara.
Þetta er svona helsta sem hefur á daga mína drifið. Ég fékk rosalega góðar móttökur hjá Kjartani sem knúsaði mig allan miðvikudaginn og sagðist hafa verið sondið leiðuð í fríinu sínu af því hann saknaði mín vosa mikið. Um kvöldið setti ég hann í rúmið og hann klessti litlu bollukinnina sína fast upp að minni kinn og knúsaði mig svo fast að ég hélt ég myndi kafna. "Ég saknaði þín líka Kjartan minn." sagði ég. "Ég saknaði þín meira." sagði hann. Aumingja litla hjartað mitt er alveg í klessu, það verður svooooo erfitt að fara frá þessu barni.
<< Home