Þá eru mamma, pabbi og Sindri farin. Það virðist sem þetta ætli engan enda að taka. Allir að yfirgefa mig, það er örstutt í að Malena fari líka. Nú er illt í efni.
Það var nú ansi ljúft að hafa þau gömlu og þann litla. Dagsferðin í Hálöndin var mjög fín, fyrir utan ákveðna hamborgara sem mamma og Sindri fengu sér. Svo rústaði ég þeim öllum í keilu, eða svona óbeint, pabbi vann afþví að hann svindlaði auðvitað. Við prófuðum ýmsa veitingastaði og vorum yfirleitt mjög heppin, veðrið líka búið að vera mjög gott.
Ég er nokkuð viss um að ég sé gleymd hérna úti, hvorki tölvupósti, bréfum né sms-um rignir inn. Hvað þá hringingum. Ömmur muna þó eftir mér:)
Á döfinni: Vika í að Malena fari:( Tvær vikur í að Styrmir komi. Rúmar tvær vikur í að Harry Potter komi út. 3 vikur í að ég fari til Danmerkur og takið eftir.... 5 vikur í að ég komi heim!!
<< Home