Það sem ég hef afrekað síðan ég kom heim í ágúst er meðal annars:
*Heimkomupartý
*Flutt inn í litla leiguíbúð í Helgamagrastrætinu.
*Byrjað í Háskólanum á Akureyri í fjölmiðlafræði. Hætt í fjölmiðlafræði eftir aðeins eina viku og skipt yfir í nútímafræði. Hætt í nútímafræði eftir örfáa daga og þar með gefið HA fingurinn.
*Byrjað á leikskólanum Lundarseli í afleysingum.
*Skroppið suður í nokkra daga til að heilsa upp á vini og ættingja.
*Hætt á leikskólanum Lundarseli vegna þess að í boði var full vinna á leikskólanum Pálmholti. Þar er ég á deild sem heitir Máni og er umsjónarkennari fyrir lítinn hóp barna. Það er dásmalegt:)
*Haldið jól og áramót með góðri blöndu af hátíðleika og skemmtun;)
*Farið í heimsókn til Edinborgar og viljað flytja þangað aftur. Yndislegt að hitta alla. Soffía fór með mér og Malena og Johanna komu líka. Oooo það var svo gaman.
*Legið í ömurlegum veikindum allan febrúarmánuð. Það er ótrúlega lítið gaman. Ég missi af því að fara suður og halda upp á afmælið mitt með elsku Ger minni:( Vil bara óska þér, elsku besta Inga mín til hamingju með afmælið á morgun:*
*Næst á döfinni er að láta sér batna og eiga afmæli. Vá, ég er að verða stór!
*Að lokum vil ég þakka Þórunni og Ævari fyrir að vera til, þau eru búin að bjarga lífi mínu í vetur, takk fyrir það.
P.S. Það er ótrúlega sorglegt en öll comment sem hafa verið skrifuð á þessa síðu eru horfin, skil ekki afhverju. Veit það einhver?
<< Home