Er þetta hægt? Þetta er í fjórða skipti sem ég verð veik síðan 31. janúar og dagarnir inn á milli sem ég hef verið frísk eru örfáir. Og þessi veikindi sem eru að hrjá mig núna eru þau allra verstu hingað til. Fór til læknis í gær sem sagði að ég væri með mjög slæma sýkingu í andlitinu, þ.e. ennisholunum og því. Meira að segja að þetta sé komið út í beinin. Hann gaf mér sýklalyf og sterk verkjalyf og ég get ekkert gert nema legið í rúminu með kaldan bakstur á andlitinu og kveinkað mér. Inn á milli, þegar verk,jalyfin eru farin að virka get ég aðeins horft á sjónvarp eða gónt á töluskjá eins og ég er að gera núna. Svo er þetta líka í tönnunum, hélt ég væri komin með tannpínu ofan á allt saman en þetta er þessi sýking. Læknirinn var svo elskulegur að enda á að tilkynna mér að bati væri ekki væntanlegur fyrr en eftir 10 daga. Ég mun semsagt endanlega missa vitið! Ég geri mér grein fyrir að það eru margir sem hafa það verra en ég. Engu að síður laumast smá sjálfsvorkunn að. Mér finnst ég til dæmis missa af öllu. Tökum bara síðasta árið sem dæmi, ég missti meðal annars af:
*Sýningu í leiklistarskólanum mínum sem ég var búin að æfa fyrir í nokkra mánuði
*Reunioninu á 16. júní
*Hlutverki í stuttmynd
*Að vera með í leikriti á einni stærstu hátíð í heimi.
*Að halda upp á afmælið mitt með Ingu.
*Nú mun ég missa af því að upplifa öskudaginn með krökkunum í leikskólanum sem mér finnst mjög leiðinlegt.
Alveg er ég viss um að amma Auður myndi segja mér að hugsa jákvætt og einbeita mér frekar af öllu sem ég hef gert. Í stað þess að velta mér upp úr því sem ég hef misst af, en hún er hinum megin á hnettinum. Þegar neyðin er stærst... Ég var viss um að ég myndi ekki skrifa neitt jákvætt að þessu sinni. En þá droppaði hann Ævar inn með afmælisgjöf í þokkabót. Ég var ekkert smá glöð og hissa, aulin ég hélt hann hefði gleymt afmælinu mínu. Í pakkanum var bæði bók og leikrit sem ég hlakka til að lesa. Geri það um leið og verkirnir fara að minnka. Ég lofa að skrifa eitthvað jákvætt næst. Þá skal ég þakka betur fyrir allar afmæliskveðjurnar og gjafirnar.
P.S. Ef ykkur leiðist þá er ég heima, alltaf, síminn opinn... P.P.S. Þetta var skrifað í gær, 28. feb., en síðan virkaði ekki þá.
<< Home