Það er alveg sama hljóðið í mér og síðastþegar ég skrifaði en ég hef ákveðið að reyna að ýta eymd minni til hliðar.
Byrjum á helginni, hún tókst bara vel, var með boð bæði laugardag og sunnudag. Foreldrarnir, Si og amma + afi komu á laugardeginum og tengdó á sunnudeginum. Varð engum meint af heimabakkelsinu. Ég fékk margar og góðar gjafir, ótrúlega margar miðað við að égvarð 21. árs sem þykir ekki merkilegt hér á landi. Fékk líka ótalmörg sms og hringingar, takk allir. Það er gott að eiga góða að:* Í gær var samt allt toppað. í póstkassanum var kort frá Kjartani mínum, æðislegar teikningar og svo skrifaði hann Auður sjálfur. Yndislegur.
Hef aðeins verið að horfa á Skjáinn. Fengum hann ókeypis í einn mánuð og það er afskaplega lítið af áhugaverðum stöðvum. Ég horfi mest á teiknimyndirnar. Svo leigðum við Þórunn okkur mynd þar um daginn, Jane Eyre. Algjör hörmung, eins og bókin er nú góð. Næst ætlum við að leigja okkur Vera Drake. Eins og glöggir Potter aðdáendur vita er búið að ráða aðalleikkonuna í þeirri mynd, Imeldu Staunton, til að leika í mynd númer 5. Staunton leikur uppáhald okkar allra, Dolores Umbridge.
Af mér er ekkert gott að frétta, allt við það sama og ekkert að skána. Mimmi fór á bókasafnið fyrir mig í gær og tók Mýrina sem hljóðbók. Það hefur bjargað miklu, því ég á erfitt með að beita augunum mjög lengi í einu.
Að lokum langar mig að biðja Línu afsökunar að hafa ekki minnst á hennar hlut í kokteilboðinu góða á dögunum. Betra seint en aldrei. Hefði mátt vita að þú ættir hlut í máli Lína mín enda röggsemin uppmáluð. Vinir?:)
<< Home