mánudagur, mars 27, 2006

í dag er mikill gleðidagur fyrir alla menningarlega Íslendinga. Ég er alveg sérstaklega menningarlegur Íslendingur og er þess vegna alveg sérstaklega glöð. Til að gera stutta sögu langa (hehe) þá hringdi síminn minn í dag. Ég svaraði ekki enda stödd í vinnunni og heyrði ekki í símanum. Sá sem hringdi var enginn annar en Ævar og var hann svo almennilegur að skilja eftir skilaboð í talhólfi mínu. Ég hlustaði svo á þau þegar ég var að búa mig heim úr vinnunni og æpti upp yfir mig af gleði og hoppaði líka. Strákurinn kominn inn í LHÍ. Ég samgleðst honum svo innilega.

Það er annars allt að gerast í heimi menningar og lista. Ég sjálf er komin í leikklúbbinn Sögu og mætti á mína fyrstu æfingu í dag. Erum að vísu ekki búin að ákveða hvað við setjum upp en það kemur allt í ljós. Ég er bara mjög ánægð að vera komin aftur leiklistina og geta farið að næra mitt andlega sjálf.

Algjört met í marsmánuði, hef farið tvisvar út að djamma. Annað skiptið fyrir sunnan, (frábær ferð) og hitt skiptið var núna um helgina. Við Styrmir buðum til okkar nokkrum útvöldum og voru Hildigunnur og Kalli þar á meðal. Var kvöldið ansi gott og ég endaði á að fara niður í bæ með félögum Styrmis þar sem ekki voru aðrir fáanlegir út í nóttina. Kalli kom reyndar með okkur en ég sá hann ekki aftur fyrr en í lok kvöldsins. Fórum á Kaffi Akureyri og það var ótrúlega gaman, bara dansað frá sér allt vit. Áttaði mig reyndar á því daginn eftir að Kalli ráfaði í kolvitlausa átt þegar hann ætlaði að labba heim. Vona að hann hafi skilað sér Hildigunnur mín?
Kalli átt svo setningu kvöldsins, Karl, sármóðgaður "Ég er ekki fæddur '86 heldur '76.." Við Hill hlógum allavega eins og uh, gáfumenni.

Hún amma litla verður sextug á morgun, finnst eins og það hafi verið í gær sem ég gerði kórónuna handa henni þegar hún varð 43. Oh jæja....