Nóg að gera eins og alltaf þessa dagana. Æfingin um helgina gekk bara vel hjá okkur. Við lærðum alveg helling af því að hafa alla þessa leikara sem áhorfendur. Það var alveg æðislegt hvað Þráinn hló mikið. Við ákváðum svo að stytta sýninguna, núna er hún því um 50 mínútur og samanstendur af 8 sögum.
Um helgina var afmæli Kristjönu og Sunnu og við Sögulið mættum að sjálfsögðu. Þema kvöldsins var að auðvitað Svali;) og líka rauður varalitur hjá okkur Margréti. Þetta var þvílíkt snilldarkvöld. Fyrst komu allir heim til mín nema afmælisbörnin og Salka tók sig til og klippti Steinar út á stétt. Tókst þetta bara mjög vel hjá stúlkunni. Svo var haldið í partýið syngjandi Strandvarðalagið sem er þemalag Sögu. Eftir alveg ótrúlega gott partý var haldið í Sjallann þar sem vitleysan hélt áfram. Sunna fór með barbísundhring, sem Ævar gaf henni, um mittið. Þar sem hann var fyrir 3.-6 ára sat hann pikkfastur.
Mér til allsvakalegrar gleði var Hildigunnur í Sjallanum ásamt Soffíu og spússa svo það urðu miklir fagnaðarfundir. Hill eyddi svo megninu af kvöldinu með okkur. Við Söguliðið fórum síðan algjörlega yfirum þegar Páll Óskar spilaði Strandvarðalagið með afmæliskveðju til Kristjönu og Sunnu, hvílík gleði, þvílíkt kvöld:)
Í kvöld var svo Generalprufan hjá okkur og tókst hún bara vel. Ég var nett stressuð, enda Hildigunnur og Kalli í salnum. Held bara að þau skötujú hafi skemmt sér vel, allavega var ekki annað að sjá.
Svo er það bara FRUMSÝNING á morgun gott fólk! Ekki er verra að það er frumsýningarpartý á eftir:) Það eru tvær sýningar á morgun kl 20 og 22. Svo eru sýningar 16., 17. og 19. maí kl. 20. Við sýnum í Hafnarstræti 73, rétt hjá gömlu Dynheimum. Góða skemmtun!
Er líka með vorboð á morgun í vinnunni. Þá bökum við krakkarnir vöfflur og foreldrarnir koma til að sjá afrakstur vetrarins. Stór dagur hjá mér á morgun.
<< Home