fimmtudagur, maí 04, 2006

Æi ég nenni ekki að skrifa ferðasöguna gott fólk. Reyndar nenni ég ekki mikið að blogga eins og þið hafið eflaust tekið eftir. En það var alveg ágætt út í Danmörku, ekkert meira en það. Enda var þetta vinnuferð og ég komst ekki í tívolí né til Svövu sem átti afmæli.
Ég er strax byrjuð að hlakka til næstu utanlandsferðar, við Styrmir ætlum að skella okkur til Búlgaríu 6. júlí:)

Nú er allt að komast á hreint hjá okkur í Sögu. Við ætlum að frumsýna 10. maí verkið Núna. Þetta er frumsamið verk. Það er mjög sértakt en við erum bara mjög ánægð með það. Hvert okkar segir sögu af sjálfum sér. Einhverjum atburði í okkar lífi sem að við viljum segja frá. Sögurnar eru fyndnar, sorglegar, geðveikar, skrítnar, já áhorfendur fá allar tegundir af sögum. Mín saga heitir Bernskudraumurinn og ef þið viljið vita meir verðið þið bara að koma á sýninguna.
Við erum á æfingum alla daga og maður hefur ekki tíma til neins nema vinan og æfa. Svo eiga Sunna og Kristjana afmæli um helgina og það verður að sjálfsögðu partý. Já lífið er bara skemmtilegt þessa dagana.