Fótbrotin í 8 daga og ekkert að lagast. Annars bara allt að gerast. Agg litla systir mín kemur á miðvikudaginn. Mikið hlakka ég til að sjá hana. Svo er það bara útskrift um helgina en ég er alveg úti að aka. Það er erfitt að baka einfættur skal ég segja ykkur. Verð að taka mig á.
Það er ekkert til að borða heima hjá mér. Er föst hérna, pabbi gamli stunginn af suður á bílnum og svona. Þetta er eflaust það óskýrasta og samhengislausasta sem ég hef skrifað á þetta blogg. En fótbrot fer svona með fólk hef ég heyrt.
Á miðvikudaginn ætla ég í vinnuna frá 10-14, það er að segja ef að einhver getur skutlað mér. Hlutverk mitt verður að plasta bækur og svona borðvinna. Ætla auðvitað að kíkja á krakkana líka og gera mitt besta til að knúsa þau. Hlakka til:)
Ég eyddi allri helginni með Sölku minni. Ég var að hjálpa henni í íslensku 303 þar sem hún féll í henni, enda útlendingur. Fyrst var ég hrædd um að ég yrði ekki að miklu gagni. Fjögur ár síðan ég var í þessum áfanga og kennarinn minn var hin ágæta fröken Hafberg. Sennilega með óhæfari kennurum landsins, enda virtist hún ekki kunna efnið sem skyldi. Engu að síður (þökk sé gáfum mínum;) var ég fljót að rifja upp og við lágum yfir þessu. Salka fór svo í prófið í morgun og hringdi í mig áðan með þær gleðifréttir að hún hefði náð. Ekki nóg með það, heldur hækkaði hún sig um 3 heila:) Auður íslenskukennari, held það bara!
Mig langar í bað, getur einhver skutlað mér?
<< Home