þriðjudagur, október 03, 2006

Þar sem síðasta færsla var svo niðurdrepandi ákvað ég að vera félagslynd seinni partinn af vikunni. Hef ég haldið þeirri iðju áfram þessa viku. Má þar nefna; Spilakvöld Lilju og Andra, mjög gaman, míní Sögu hitting, snilld, rómantíska ferð með kakó ásamt Ástu, Brynju og Styrmi, dásamlegt matarboð hjá Jónu frænku og skemmtilega kaffihúsaferð með Evu og Soffíu.
Í kvöld er ég svo að fara í kaffiboð til Ástu og á morgun ætla ég að horfa á nörda spila fótbolta.
Samt eru svo margir af mínum stórkostlegu vinum sem ég er að vanrækja að ég verð að bæta úr því.

Í dag er ég því ekki niðurdregin, ó nei! En ég er með eitt stórt SAMVISKUBIT. Það er svo mikið að læra og ég er svoooo langt á eftir að lesa. Já það er sannarlega erfitt að gera manni til hæfis.
Þá er gott að hafa kókópöffs. Kókópöffs er komið aftur með gamla góða bragðinu. Það er fullt af járni og skuggalega gott. Nú þarf ég aldrei að elda, kókópöffs í öll mál. Svo kosta núðlur í Bónus bara 4 krónur, hef þær stundum líka.
Ætli ég geti fengið borgað fyrir þessa auglýsingu?

Spurning dagsins er; Á ég er fresta innflutningspartýinu sem ég ætlaði að hafa um helgina? Það er ljóðaritgerð framundan og ég hef mjög fáa daga fyrir hana þar sem ég fer norður eftir rúma viku. Líf mitt er svo flókið.