Það er vissulega margt búið að gerast en að sama skapi lítið verið skrifað. Í dag er fyrsti frídagur minn í ja.. langan tíma svo ég ákvað að koma til móts við aðdáendur mína og blogga. Netið heima hjá mér er reyndar bilað (ekki spyrja) og óvíst hvenær það kemst í lag. Ástæðan fyrir því er að búðin sem á að gera við hana er ónýt vegna vatnsskemmda. Ótrúleg heppni.
Ég sit hér heima hjá foreldrum mínum og bróður. Flaug beint eftir síðasta prófið á miðvikudag og komst með síðustu vél. Að sjálfsögðu datt mér ekki í hug að slappa af, fór í klippingu og bakaði með litla bróður. Daginn eftir fór ég svo að vinna á Pálmholti og það var æðislegt. Ég fékk óteljandi knús og kossa, börnin þarna eru svo yndisleg. Það var rosalega gaman að hitta þau aftur. Ég vann líka í gær og verð svo að vinna á milli jóla og nýárs, bara gaman:) Eftir það held ég heim til mín á ný og eyði áramótunum með tengdaforeldrum mínum. Því næst held ég til Edinborgar og eyði nokkrum dögum á mínu gamla heimili, hlakka svo til að knúsa Kjartan. Það verður frábært að hitta alla, sérstaklega Malenu mína sem ætlar að koma:)
Eins og sjá má brosir lífið við mér þessa dagana. Maður á það líka skilið eftir þessa rosalegu prófatörn. Steinar og Anna sáu reyndar til þess að ég yrði ekki geðveik. Við lærðum alltaf saman og skruppum þess á milli út í bakarí Takk fyrir það krakkar. Það var líka mjög gott að hafa Álfhildi í prófabrjálæðinu, við lærðum stundum saman, hlýddum hvor annarri yfir og hjálpuðumst að. Við vorum reyndar orðnar léttgeggjaðar undir lokin. Einnatt, ellegar, þar eð, NB! Einn kennarinn var með þessi orð á heilanum, komu fyrir á hverri glæru, OFT.
Ég skemmti mér líka mjög vel fyrir prófin. Fór á Rockstar með gurlunum í boði pabba og var með fyrir- og eftirpartý. Auk þess var farið niður í bæ og að sjálfsögðu ekki hugað að heimferð fyrr en um sjö. Nú er bara að bíða eftir að einkunnirnar komi. Er ekki búin að fá eina einustu auk þess sem ég er ekki búin að fá út úr ritgerð sem ég skilaði fyrir mánuði. Þetta fer svona nett í taugarnar á mér. Ég gleymdi að segja áðan að ég er komin með vinnu með skólanum eftir áramót, á leikskóla sem heitir Mánagarður. Það verður örugglega fínt auk þess sem það veitir ekki af peningunum.
Styrmir komst ekki norður í gær og er í þessum skrifuðu orðum á flugvellinum að bíða. Maður vonar hið besta, hef hugsað mér að eyða jólunum með honum. Bloggsíðan mín er með vesen, óvíst að ég geti birt þetta blogg fyrr en seint og um síðir. Engu að síður ætla ég að óska ykkur öllum gleðilegra jóla (þó þú sem ert að lesa þetta sért líklega einn af þeim 50 sem fær jólakort frá mér) .
<< Home