fimmtudagur, október 26, 2006

Þá er ég farin að fá póst aftur. Var ekki búin að fá póst í tvær vikur og grunaði mig elskulega nágranna mína. Blessað fólkið á það til að taka dagblöðin okkar. Í þetta skipti voru þau samt saklaus. Líklega var nýr bréfberi hjá póstinum og hann einfaldlega nennti ekki að athuga hvort það væri kjallari á húsinu. Því voru öll bréf til okkar endursend. En nú er ég búin að tala við póstinn og fékk ég því bréf í dag. Vona bara að það verði ekki meiri vesen.

Nágrannarnir eru þó búnir að fá lánaðar nærbuxur hjá Styrmi. Þeir gleymdu þó alveg að spyrja um leyfi. Voru samt ekki gáfaðri en svo að þeir hengdu þær upp með öðrum þvotti sem þeir eiga. Verði þeim af því, Styrmir vill þær ekki aftur af einhverjum ástæðum.

Ég er búin að sjá Mýrina eins og flestir Íslendingar. Ég hins vegar held alveg vatni yfir þessari mynd þó flestir geri það ekki. Vissulega var myndin góð og margt gott um hana að segja. Baltasar hefur ákveðið að fylgja bókinni ekki alveg sem er allt í lagi. Ég á reyndar bágt með að skilja hvers vegna allir í myndinni heita sama nafni og í bókinni nema einn. Ef ég man rétt heitir sá sem ber nafnið Örn í myndinni Einar í bókinni. Ef einhver veit svarið má sá hinn sami gjarnan fræða mig.
Ég ætla ekki að fara út í myndina í smáatriðum, það eru ekki allir búnir að sjá. Get samt ekki orða bundist yfir hörmulegri frammistöðu Ólafíu Hrannar í hlutverki Elínborgar. Ég skil ekki þetta val. Hún Elínborg er sko ekki svona drusluleg, betur til höfð. En það er bara brot af hörmunginni, manneskjan lék svo illa að ég fékk alltaf hroll þegar hún byrjaði að tala.

Nóg af neikvæðni í bili. Heyrst hefur að leikklúbburinn Saga verði allur fyrir sunnan um helgina. Það þýðir vissulega partý. Ég þarf samt að læra svo mikið. Ætli ég taki þá ekki bara svona light djamm.