Ó nei, ó nei. Næst þegar ég blogga verð ég að skipta yfir á einhvern google account, ég þoli ekki svona tæknivesen. Síðan fer örruglega öll í rugl, kannski maður hafi samband við Ástu.. Sakleysislegt blístur...
Annars hef ég ekki frá neinu merkilegu að segja. Er búin að vera slöpp síðustu tvo daga, óþolandi hálsbólga og ennisholuvesen eitthvað. Get ekkert gert nema lesið í Íslenskri bókmenntasögu, nema hvað. Af umræðum á moodle er það helst að frétta að ekkert hefur verið talað um innskeyti og viðskeyti í langan tíma sem betur fer. Geðheilsa mín þolir ekki meira, það er sem sagt punktur sem átti ekki við mig. Núna eru heitar umræður um hvort sé erfiðara að vera staðarnemi eða fjarnemi og allt að verða vitlaust. Allavega skemmtilegra en námsefnið.
Jáms svo líður að afmælum, fyrst Inga svo ég og svo Bára, allar með viku millibili. Ég er að hugsa um að halda bara gamaldags afmæliskaffi þetta árið. Safna kröftum fyrir stórafmælið næsta ári, er það ekki Inga? Óskalisti, argh ég veit ekki.
*Mig langar til útlanda, í utanlandsferð, út fyrir landsteinana, út og suður og allt um kring. Ætlast ég til að fá slíka ferð? Að sjálfsögðu ekki!
*Mig langar í Íslenskt mál, bara 19.900.. Held ekki.
*Mig langar í ilmvatn og svo er alveg komin tími á gloss held ég.
*Mig langar til miðils, ekki Þórhalls samt.
*Ég er svo agalega hvít, langar í gott brúnkukrem eða jafnvel stelast í nokkra ljósatíma.
*Mig langar í stúdentasundkort úr bóksölunni sem gildir fram á sumar. Dettur ekkert fleira í hug að svo stöddu. Ath að þessi óskalisti var sérstaklega settur fram af beiðni föður míns.
Fyrst ég er að tala um afmæli má alveg nefna að ég er búin að vera trúlofuð í þrjú ár í dag:) Stóri Simon myndi fórna höndum ef hann vissi það, hann er svo hneykslaður á Íslendingum. Hann telur af og frá að bíða með giftingu. Var alltaf að reyna að fá mig til að drífa í þessu meðan ég var úti í Edinborg. Sorry Simon, I am not getting married this year either:)
<< Home