mánudagur, febrúar 26, 2007

Hún átti afmææææli í gææær...

Afmælishelgin liðin og ég gæti ekki verið sáttari. Boðið tókst bara vel, var frá þrjú til tíu og 24 gestir heiðruðu mig með nærveru sinni. Ég veit ekki til þess að neinn hafi farið svangur heim en samt er ég að drukkna úr afgöngum. Betra er of mikið en of lítið ekki satt? ;)

Ég fékk margar góðar gjafir og þakka kærlega fyrir mig og þakka öllum fyrir komuna:*

Í gær átti ég svo bara notalegan dag með kallinum sem var mjög gaman. Fórum að skoða handritin í Þjóðmenningarhúsinu og ég fylltist djúpri lotningu. Mikil upplifun fyrir mig:) Svo tókum við smá rúnt út úr bænum en við mælum ekki með Draugasetrinu á Stokkseyri, það var samt fínt að komast aðeins út úr borginni.
Enduðum daginn á að fara út að borða og komum södd og sæl heim.

Það er svo gaman að eiga afmæli:)

Hvað ég varð gömul? 22 ef ég man rétt...