laugardagur, maí 05, 2007

Jæja þá eru fjögur próf búin. Mér finnst eins og ég hafi ekki gert annað en að læra í fleiri mánuði og ég nenni ekki meir. Þó er erfiðasta prófið eftir sem þýðir að ég verð að læra allavega 16 tíma á dag næstu daga. Ég ætla að ná þessu helvíti, nenni ekkert í neitt sumarpróf og sérstaklega ekki í svona hræðilegu fagi. Þess má til gamans geta að nái ég 9 í prófinu (hahaha, góður þessi) gef ég Álfhildi 100.000 krónur. Líkurnar eru í mínus svo hafið ekki áhyggjur gott fólk. Eyðið frekar kröftum ykkar í að vona að Álfhildur fái 9 því þá fæ ÉG 100.000 kall, múhahaha;)

Fjórir dagar eftir, það er ekki neitt. Eftir það......... SUMAR:)