föstudagur, október 12, 2007

Búið að vera brjálað að gera hjá mér og ég var að uppgötva að ég vanræki vini mína:( Þetta er hið versta mál og ætla ég aðeins að bæta úr því þessa helgina:

*Í gær fórum við Mimmi á Októberfest (sagt með þýskum hreim) með Lilju og Andra, aber ja.

*Í kvöld fórum við í kvartaldarafmæli hjá hinni glæsilegu Ástu Kristínu, húrra x 3.

*Um helgina ætlum við Lilja að skipuleggja Sweeney Todd partý og mun það verða haldið í nóvember.

*Á laugardagskvöldið er ætlunin að gera eitthvað skemmtilegt með Ragnheiði og Agli:)

Fyrir utan þetta verð ég bara að læra og læra og aftur læra. Heimapróf í straumum og stefnum fram undan og ég ætla að klára það fyrir fimmtudaginn. Þá fer ég norður og hlakka ekki lítið til. Fæ meðal annars að hitta þrjár litlar frænkur og verð ég bara að stelast til að birta af þeim eina mynd með stoltum föður sínum. Vona að foreldrarnir fyrirgefi það:)


Svo á hún Arna litla mágkona afmæli á morgun og verður hún 19 ára:) Til hamingju með áfangann Arna mín, við reynum að finna einhverja góða gjöf.

Jæja þá verður þetta ekki lengra í bili, maður þarf nú að læra.