5 dagar í veisluna góðu gott fólk. Ískrrr... Og Inga mín á afmæli á morgun. Fyrir fimm árum og einum degi hafði ég þetta að segja:
,,Hún Inga mín á afmæli í dag. Viku á undan mér fyrir tuttugu árum ákvað hún að koma í heiminn okkur hinum til gæfu. Tuttugu ár er samt afar hár aldur og ekki nema vika þangað til ég hætti að vera nítján ára táningur og verð komin á þrítugsaldurinn, farin að skoða hrukkukrem með Ingu."
Ég glotti nú bara við tilhugsunina, tuttugu ár er enginn aldur og nú fimm árum seinna er ég ekki enn farin að skoða hrukkukrem. Sjáum til eftir fimm ár.
Annars varð ég bara að bæta við á óskalistann. Var að skoða sólarlandaferðir og fann eina til Portúgal á fáránlega góðu verði. Myndum fara í viku, rétt áður en skólinn byrjar. Því væri tilvalið að gefa mér http://urvalutsyn.is/gjafabref/
Maður ræður upphæðinni svo þetta er tilvalin gjöf, þegar 500 kallarnir koma saman;)
Ég gleymdi líka að mig langar í rúmteppi á nýja rúmið, það þarf að vera allvega 240x240.
Það var bara gaman í sjónvarpinu og ég er ekki frá því að táin á öðrum skónum mínum hafi fengið sínar fimm sekúndur. Slapp líka við að elda því að sjálfsögðu bauð Logi upp á pitsur. Þær voru þó enn betri pitsurnar sem við fengum hjá Lilju og Andra í gær úr glæsilega pitsuofninum þeirra. Síðan var nostalgíufílingur yfir Svartstökkum II og svo spilað fram á nótt. Takk fyrir kvöldið elskurnar :)
Inga mín, njóttu dagsins á morgun. Fullorðinn? Veit það nú ekki en það ætti að gerast á næstu árum hjá okkur. Þú ert bestust :*
<< Home