fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Garg hef ekki bloggað í meira en mánuð.
Ég er líka búin að vera lasin og það var afar leiðinlegt og óáhugavert.

Ef þið eruð vinir mínir og ekki mikið yfir þrítugt ættuð þið öll að vera búin að fá póst og taka frá föstudaginn eftir viku. Mál málanna er auðvitað fimmtugsafmæli okkar Ingu:) Við fórum einmitt í búðir í dag og vorum báðar spurðar um skilríki í ríkinu. Fannst það fyndið því ég hefði væntanlega látið Ingu (sem var á undan í röðinni) kaupa fyrir mig ef ég væri ekki líka búin að versla löglega í ríkinu í fimm ár. Fyrir þá sem neyðast til að gefa mér gjafir sökum skyldleika, er þetta á listanum:


*Björn formarmaður og fleiri smásögur eftir Davíð Þorvaldsson, 1929.

*Kalviðir eftir Davíð Þorvaldsson, 1930. (Var að komast að því rétt í þessu að hún var til í Bókinni í október, ÁRITUÐ! Myndi myrða fyrir þetta eintak, vona að það sé til ennþá....)

*Sæng

*Digital myndavél

*Gjafabréf með Icelandair

*Sólarpúður

*Hárvörur, svo sem eitthvað með glans

*Peningar

*Alltaf til í flott glos í sterkum litum og glimmer skaðar ekki

*úr

*Eða bara hvað sem ykkur dettur í hug til að gleðja mitt unga hjarta:)

Sé ykkur svo bara á föstudaginn eða þið mig, verð vitanlega í sjónvarpinu;)