Ég held að Letistrumpur passi betur en Málarastrumpur þessa dagana, eða kannski Þreyttistrumpur ef hann væri til ;)
Í dag er sumardagurinn fyrsti og fyrir "nokkrum" árum hefði ég átt vona á sippubandi, húllahring, sápukúlum eða krítum í sumargjöf. Það voru góðir tímar og fór ég gjarnan út í góða veðrið með sumargjöfina. Í dag er engin sumargjöf og ég hef ekki hugmynd um hvernig veðrið er. Í staðinn sit ég inni yfir próflestri sem gengur vægast sagt hægt. Þetta er vitanlega ávísun á þunglyndi en slíkt gæti þó ekki verið fjarri mér.
6 dagar í fyrsta próf, vika í dagbókarskil, 8 dagar í síðasta próf og svo eitt verkefni eftir. Eftir það sumarbústaður og grill, gott veður og ís :)
<< Home