miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Ég þakka fyrir skemmtileg komment á frásögnina af Runólfi. Gaman væri fyrir hann að vita hversu frægur hann er orðinn. Nokkrir vildu vita hvernig fór svo ég segi frá því í stuttu máli. Runólfur hafnaði umsókninni endanlega. Það eina sem stúlkan gæti gert er að kæra niðurstöðuna með tilheyrandi kostnaði. Það er líklega ekki þess virði þó að Runi hafi hafnað umsókninni á röngum forsendum, stúlkan vann nefnilega 6 mánuði af þessum 12. Runólfur gæti sennilega fundið fleiri glufur ef stúlkan hefði sig í að kæra. Það stoppaði hana þó ekki í að senda honum meinhæðið bréf þar sem hún krafðist skýringa á þessari afgreiðslu málsins. Runólfur hefur ekki svarað ennþá. Heyrst hefur að blóðþrýstingur hans hafi hækkað ískyggilega er hann fékk bréfið og hann hafi þurft að taka sér frí það sem eftir var dagsins.

Var að setja inn nýjar bumbumyndir og færslu í vefdagbókina á barnalandssíðunni. Er búin að setja hana efst í tenglana ykkur til yndisauka.