Hugsanir Auðar

Þeir sem kunna að meta hið skrifaða orð eru þeir sem kunna að meta hina sönnu list.

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Þá erum við búin að fara í 20 vikna sónarinn. Og krílið er..................................................................... kríli :) Þið verðið að bíða í sirka 19 vikur eftir að vita kynið, enn er tekið við ágiskunum. Skrifaði um sónarinn á nýju síðuna sem við vorum að búa til fyrir krílið :) Endilega kíkið http://barnaland.is/barn/77872/ (Athugið að það er stór stafur í byrjun lykilorðsins)

Læt samt fylgja eina mynd með :)
Aðrar óléttufréttir eru þær að bumban fer enn stækkandi.
Börnin á leikskólanum eru farin að tala mikið um krílið og fá að klappa bumbunni. Flestir eru voða spenntir og koma með sæt komment. Hins vegar er ég búin að fá tvö sem voru lítt vinsæl. Annað var: ,,Já rassinn hefur stækkað líka" og hitt var "Voðalega ertu orðin feit." Styrmir hló mjög af rassakommentinu sem hefndi sín mest á honum. Hann hefur eytt tíma sínum síðan í að reyna að sannfæra mig um að rassinn sé hinn lögulegasti en fær aðeins illt augnaráð að launum. Ætla að taka bumbumyndir við fyrsta tækifæri og er þá vissara að fara blíðum orðum um vaxtarlag mitt ;)

posted by Audur @ 4:04 e.h.  

<< Home

Um mig

Myndin mín
Nafn: Audur
Staðsetning: Reykjavík/Akureyri

Skoða allan prófílinn minn

Powered by Blogger Dóttir mín
Myndirnar mínar
Addi
Andri
Arna
Áfhildur&vinkonur
Ásta
Ástý í Mexíkó
Hemmi,Freyja&dúllur
Hildigunnur
Inga
Jón
Pabbi
Ragnheiður
Soffía
Sóla
Steinunn
Vala

Previous Posts

  • Hvert fór tveggja vikna fríið mitt? Leikskólinn va...
  • ...
  • Cha-cha-cha-changes :) Hérna er ég komin...
  • Þessi mynd (sem ég stal af myndasíðu pabba öðru na...
  • Ég hef sjaldan séð neitt jafn fallegt og krílið mi...
  • Ég er hrædd um Sóla mín að það hafi ekki verið grí...
  • Allar einkunnir komnar í hús og er það hið besta m...
  • Það kemst bara eitt að þessa dagana. Einkunnir. Ég...
  • Upp í sveit upp í sveit,langt, langt upp í sveit.Þ...
  • Ég hef tekið ákvörðun. Eftir að hafa lært fram á n...

Powered by Blogger