Það er kominn desember. Ég hef aldrei verið spenntari fyrir þessum mánuði og það tengist jólunum ekki neitt. Heldur því (sem hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum) að settur dagur er eftir aðeins 24 daga:)
Ég er að verða ansi þung á mér en lítum á björtu hliðarnar. Eftir jól missi ég 5-10 kíló á einu bretti á meðan aðrir detta í þunglyndi þegar þeir stíga á vigtina;)
Ég gleymdi nokkrum hlutum á óskalistanum góða svo það er eins gott að bæta þeim inn. Árangurinn af listanum lét líka ekki á sér standa, stelpurnar mínar og fylgifiskar komu með æðislegt leikteppi í gærkvöldi. Styrmir var svo spenntur að hann reif það upp og byrjaði að leika sér. Erum ótrúlega ánægð með teppið, vel valið elskurnar:*
En hér kemur það sem gleymdist:
*barnapíutæki
*Bók-Svona fyrstu ár barnsins sem maður skrifar í
*Rammi þar sem maður lætur grafa fæðingardag, lengd og fleira
*E-ð sætt albúm sem fyrsta albúmið
*Bleyjufata
Þar sem ég er öll í listunum set ég inn smá lista yfir jólagjafir sem við hjúin óskum okkur og tengist ekki barninu;)
*Þráðlaus heimasími
*Stór pottur
*Rúmteppi á queen size rúm með hnausþykkri dýnu
Þá held ég að hafi svarað vel og vandlega hvað okkur vantar en munið þó að það er alveg nóg að fá ykkur í heimsókn í nýju íbúðina að kíkja á okkur og svo barnið þegar þar að kemur. Var að fá sendingu að norðan frá ömmu með heimabökuðum smákökum. Er búin að smakka allar og þær eru dásamlegar. Ekki amalegt að eiga svona góða ömmu. Þið njótið góðs af ef þið kíkið á okkur en Styrmir tímir ekki að bjóða upp á kossana. Verðið að gera ykkur hinar tegundirnar að góðu.
<< Home