Var að setja inn færlsu í vefdagbókina á krílasíðunni. Reyni því að halda bumbufréttum í lágmarki hér:)
Oft vill það verða svo að þegar eitthvað bilar er það aðeins byrjunin á hörmungunum. Við erum svo heppin að það er allt að bila hjá okkur. Fyrst varð ryksugan ónýt (eigum nú rykmoppu sem gegnir hlutverki hennar) síðan fór kúplinging í bílnum að gefa sig og því nauðsynlegt að skipta um hana. Elskuleg tölvan var næst í röðinni, hún gengur til bráðabirgða á undarlegu stýrikerfi, ekki hægt að prenta og msn mjög furðulegt. Heiti t.d. alltaf Ausa-Pausa Fokkings verkefni en ég er alls ekki að gera neitt verkefni, get bara ekki breytt því. Það nýjasta er að heimasíminn er dauður og virðist ekki ætla að lifna við. Þið megið því ekki móðgast þrátt fyrir að ég svari aldrei í heimasímann og hringi aldrei til baka. Ég heyri sem sagt símann hringja en get ekki svarað og sé ekki hver hringir.
Bíð spennt eftir að sjónvarpið fari en það er sennilega það eina sem við eigum eftir sem getur bilað.
Heppilegt að við vöðum í seðlum svo það sér ekki á buddunni við þessa smámuni.
Talandi um sjónvarp þá mæli ég með Dagvaktinni. Ekki nóg með að þættirnir lofi góðu, þeir virðast ætla að standa undir væntingum. Það er ekki síður merkilegt að einn af efnilegustu leikurum landsins leikur í þessum þáttum. Hann sást í síðasta þætti og mér segir svo hugur að það sé aðeins byrjunin. Fylgist vel með honum því hann á eftir að verða áberandi í framtíðinni. Þið þekkið hann á ljósa hárinu og hæfileikarnir fara ekki á milli mála:)
B.A. ritgerð enn á frumstigi (=ekki byrjuð) skóli gengur að öðru leyti, meðgöngusund á fullu, félagslíf í blóma, bumbuhittingar frábærir og þrívíddarsónar á morgun:)
<< Home