þriðjudagur, janúar 06, 2009

Litla dóttir okkar kom í heiminn þann 3. janúar klukkan 15:55. Hún var 4020 grömm og 52 cm. Hún var ekkert að flýta sér en fæðingin tók 50 klukkutíma. Við vorum svo bara að koma heim í dag þar sem ég missti svo mikið blóð að ég þurfti að liggja inni á sængurkvennadeild. Því hef ég lítið svarað í símann og við erum enn ekki tilbúin að fá gesti en vonandi fer þetta allt að koma. Set inn myndir á síðuna hennar við fyrsta tækifæri en hér er smá sýnishorn af fullkomnu litlu stelpunni okkar.

Hér er hún bara nokkra tíma gömul :)

Þessi mynd var tekin í dag, rétt fyrir heimferð. Hér er hún í fínu fötunum sem langamma Auður prjónaði, í fanginu á besta pabbanum.Það kom flestum á óvart að hún virðist ætla að vera ljóshærð :)