mánudagur, desember 29, 2008

Neibbs, það er ekkert að gerast. Litla krílið hefur það alltof gott hjá mömmu sinni til að vera að hafa fyrir því að fæðast. Auk þess fer það ekki eftir duttlungum vina og ættingja sem fara úr landi heldur kemur bara þegar því hentar.
Mamman er orðin vel þreytt og alveg til í að fá krílið sitt, hver dagur sem líður framyfir settan dag er eins og vika. Nóg að gera samt við að svara símtölum og sms-um en allir eru orðnir spenntir eins og skiljanlegt er.

Við höfum haft það mjög gott um jólin, fengum góðar gjafir og dekrað hefur verið við okkur. Foreldrar mínir létu sig ekki muna um að hafa tvíréttað á aðfangadag og jóladag svo ég gæti líka fengið góðan mat sem var ágætis sárabót. Tengdó eru nú tekin við og ætla að töfra fram dýrindis gamlárs og nýjársmat.

Fór í mæðraskoðun í morgun og svo er mónítor í fyrramálið. Set inn fréttir á barnalandssíðuna eftir mónítorinn svo þið getið fylgst með. Eins og staðan er þá lítur allt út fyrir að barnið ætli sér að verða 2009 barn, skyldi bílprófið heilla?